Íslenski boltinn

Hörður áfram hjá Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Keflavíkur
Hörður Sveinsson verður áfram í herbúðum Keflavíkur en hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til 2014.

Hörður er uppalinn Keflvíkingur en kom frá Val um mitt tímabil í sumar. Hann var um tíma á mála hjá danska liðinu Silkeborg.

Hörður á að baki 134 deildarleiki með Keflavík og hefur skorað í þeim 36 mörk. Hann er 29 ára gamall og skoraði þrjú mörk í átta leikjum með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×