Íslenski boltinn

Selfoss samþykkti tilboð Viking í Jón Daða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Daði er lengst til hægri á myndinni.
Jón Daði er lengst til hægri á myndinni. Mynd/Daníel
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samþykkt tilboð norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í Jón Daða Böðvarsson.

Þetta kemur fram á sunnlenska.is í dag. Jón Daði var til reynslu hjá félaginu fyrr í haust en hann á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við Viking.

Hann æfði einnig með fleiri félögum á Norðurlöndunum en Jón Daði var í haust valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla. Hann var einnig valinn í A-landslið karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×