Enski boltinn

Ég er fokkin Edgar Davids

Hollenski knattspyrnumaðurinn Edgar Davids gleymdi sér aðeins í sjónvarpsviðtali á Sky um helgina þegar hann notaði F-orðið sem er bannað í sjónvarpi þar í landi.

"Ég er fokkin Edgar Davids," sagði leikmaðurinn sem spilar með Barnet þessa dagana en hann var hættur að spila fótbolta er hann ákvað mjög óvænt að ganga í raðir Barnet.

Umsjónarmenn þáttarins Goals on Sunday urðu í kjölfarið að biðja áhorfendur afsökunar en Davids lét þetta ekki koma sér úr jafnvægi.

Atvikið má sjá á myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×