Enski boltinn

Terry slapp vel - engin liðbönd sködduð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, virðist hafa sloppið vel frá hnémeiðslunum sem hann varð fyrir í jafnteflinu á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Terry var borin af velli í fyrri hálfleik og einhverjir óttuðust um að tímabilið væri hættu hjá kappanum.

Terry fór í myndatöku í dag og Daily Mail segir frá því að Chelsea hafi fengið góðar fyrstu fréttir út úr þeim þó að ekkert sé öruggt fyrir en að bólgan er búin að hjaðna eftir um það bil tvo faga. Terry yfirspennti hnéð en það lítur út fyrir að engin liðbönd séu sködduð. Þetta hefur verið seinna staðfest á twitter-síðu Chelsea.

Terry hafði vissulega heppnina með sér og það virðist hafa verið honum til happs að hann stóð ekki í fæturna þegar hann lenti í samstuðinu við Luis Suarez í gær.

Terry verður engu að síður frá í tvær til sex vikur en þessi 31 árs gamli miðvörður ætti að geta spilað aftur með Chelsea-liðinu áður en jólatörnin hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×