Enski boltinn

Chelsea vill fá Falcao í janúar

Chelsea ætlar sér að fá kólumbíska framherjann Radamel Falcao frá Atletico Madrid og helst strax í janúar. Fregnir herma að Chelsea sé þegar farið í viðræður við félagið. Ekki bara það heldur er sagt að Falcao sé þegar búinn að semja um kaup og kjör við enska félagið.

Ef af verður mun Falcao ekki bara verða einn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar heldur þarf Chelsea að greiða 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Sé Chelsea til í að greiða þá upphæð verður Madrid að láta hann fara samkvæmt ákvæði í samningi.

Komi Falcao til Chelsea má fastlega gera ráð fyrir því að Fernando Torres verði seldur frá félaginu og sú upphæð verði notuð í kaupin á Falcao.

Svo er ekki útilokað að þeir félagar skipti einfaldlega um félag og Chelsea greiði einhverja milligjöf. Torres var í herbúðum Atletico áður en hann kom til Englands.

Falcao er búinn að skora 10 mörk á Spáni í vetur og aðeins Messi og Ronaldo eru búnir að skora meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×