Enski boltinn

United njósnar grimmt um hinn nýja Nani

Rodriguez er hér í baráttunni við Messi.
Rodriguez er hér í baráttunni við Messi.
Það er alveg ljóst að Man. Utd hefur afar mikinn áhuga á Jamie Rodriguez, leikmanni Porto, enda eru útsendarar félagsins búnir að horfa á hann sjö sinnum í vetur.

Rodriguez er oft kallaður hinn nýi Nani og hver veit nema hann muni leysa Nani af hólmi hjá United en hann virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Það kostar 36 milljónir punda að losa leikmanninn undan samningi við Porto.

Þessi 21 árs gamli leikmaður kemur frá Kólumbíu og hefur einnig verið kallaður hinn nýi Carlos Valderrama og Suður-Ameríski Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×