Enski boltinn

Di Matteo: Vildum sanna óréttlæti sunnudagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fagnaði 5-4 sigri á Manchester United í enska deildarbikarnum í gær aðeins nokkrum dögum eftir deildartap fyrir United á sama stað. United vann deildarleikinn á rangstöðumarki Javier Hernandez og Di Matteo var ekki sáttur við það ekki frekar en rauða spjaldið sem Fernando Torres fékk.

„Þetta eru ekki búnir að vera auðveldir dagar. Við vildum sýna það í kvöld að það voru dómararnir sem réðu úrslitunum á sunnudaginn," sagði Roberto Di Matteo.

„Tapið á sunnudaginn var mjög skrítið og ég er viss um að við hefðum aldrei tapað þeim leik ef dómararnir hefðu ekki gert þessi mistök," sagði Di Matteo.

„Við áttum sigurinn líka skilinn í kvöld. Við sköpuðum svo mikið af færum og komum síðan hvað eftir annað til baka og það þurfti sterkan karakter til þess," sagði Di Matteo.

„Við erum að reyna að þróa nýjan leikstíl en það er líka gott að vinna leikina," sagði Di Matteo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×