Enski boltinn

Sir Alex kennir Nani um tapið á móti Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani.
Nani. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var afar ósáttur við hugsunarleysi Nani á lokasekúndum leiksins á móti Chelsea í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Manchester United komst þrisvar yfir í venjulegum leiktíma en tapaði leiknum síðan 4-5 í framlengingu.

Nani skoraði þriðja mark United í leiknum og kom liðinu þá í 3-2 þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Hann tapaði hinsvegar boltanum í blálokin sem leiddi til þess að Chelsea fékk víti og tryggði sér framlengingu. Chelsea var síðan sterkara liðið í framlengingunni.

„Nani reyndi að sóla leikmann, tapaði boltanum og við fengum á okkur víti. Ég veit ekki hvort að þetta var víti eða ekki en á þeim tímapunkti fóru ungu strákarnir að finna fyrir pressunni," sagði Sir Alex Ferguson.

„Við vorum með góða stjórn á leiknum á þessum tímapunkti og vorum að spila góðan fótbolta. Það eina sem við þurftum að gera vbar að halda boltanum og bíða eftir því að leikurinn rann út," sagði Ferguson.

„Nani er einstaklingsleikmaður. Hann vill alltaf vera að sóla menn og við megum ekki halda þeim hæfileika niðri," sagði Ferguson.

Samningur Nani og United rennur út í júní 2014 og samningaviðræður hafa ekki gengið alltof vel. Nani hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu og flestir telja að hann verði seldur í sumar takist félaginu ekki að semja við Portúgalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×