Enski boltinn

Wenger: Sýnið Van Persie virðingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að vera ekki of leiðinlegir við Robin van Persie þegar þessi fyrrum hetja og fyrirliði Arsenal-liðsins mætir Arsenal í fyrsta sinn í búningi Manchester United.

Manchester United tekur á móti Arsenal á Old Trafford í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn verður í hádeginu á laugardaginn.

Þetta er fyrsti leikur Robin van Persie á móti Arsenal síðan að félagið seldi hann til Manchester United fyrir 24 milljónir punda.

„Ég vona að stuðningsmenn okkar taki á móti honum af virðingu því hann spilaði fyrir okkur í átta ár. Hann stóð sig vel í búningi Arsenal og þeir mega ekki gleyma því," sagði Arsene Wenger.

„Ég veit ekki hvað stuðningsmennirnir muni gera en ég held samt að hann fá þær viðtökur sem ég vonast eftir," sagði Wenger.

Robin van Persie hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur fjögur í fyrstu níu leikjum sínum með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×