Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. Utd stríddu Chelsea

Þessi fáni fór ekkert sérstaklega vel í marga stuðningsmenn Chelsea.
Þessi fáni fór ekkert sérstaklega vel í marga stuðningsmenn Chelsea.
Stuðningsmenn Man. Utd á Stamford Bridge í gær voru margir hverjir með húmorinn á réttum stað. Þeir mættu með borða sem slógu í gegn.

Á öðrum þeirra var gert grín að Chelsea og sagt að félagið hefði barist gegn kynþáttafordómum síðan á sunnudag. Tilvísun í að Chelsea hefði ákveðið að kvarta yfir meintu kynþáttaníði dómarans Mark Clattenburg.

Hann rak tvo leikmenn Chelsea af velli í leik liðanna um síðustu helgi og fékk klapp á bakið frá hressum stuðningsmönnum United.

Þeir mættu með borða sem á stóð: "Clattenberg. Dómari, leiðtogi, goðsögn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×