Enski boltinn

Wenger: Van Persie hafnaði Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt frá því að Robin van Persie hafi ekki viljað fara til Englandsmeistara Manchester City í sumar en hollenski framherjinn gat valið á milli Manchester-liðanna.

Robin van Persie verður í sviðsljósinu á morgun þegar lið hans Manchester United tekur á móti hans gömlu félögum í Arsenal á Old Trafford í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er rétt að Manchester City hafði áhuga á að fá hann en hann kaus að fara frekar til Manchester United," sagði Arsene Wenger við blaðamann Independent.

„Hann var alveg tilbúinn að segja mér ástæðurnar en ég hafði engan áhuga á að vita meira," sagði Wenger.

Robin van Persie hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur fjögur í fyrstu níu leikjum sínum með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×