Enski boltinn

Vidic frá fram að jólum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því í dag að varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði frá keppni fram að jólum.

Vidic fór í aðgerð í september síðastliðnum og var í fyrstu talið að hann yrði frá í átta vikur. Hann missti af síðara hluta tímabilsins í fyrra eftir að hafa slitið krossband í hné.

„Ég held að við séum að tala um desember fyrir Vidic. Kannski um jólin," sagði Ferguson.

Þeir Phil Jones og Chris Smalling, sem báðir eru varnarmenn, hafa einnig verið frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×