Enski boltinn

Skrtel: Ég fer ekki frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skrtel í leik með Liverpool.
Skrtel í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, segir ekkert hæft í þeim fregnum að hann sé mögulega á leið aftur í rússneska boltann og þá til Anzhi Makhachkala.

Skrtel var keyptur til Liverpool frá Zenit í St. Pétursborg á sínum tíma en hann gerði nýlega nýjan langtímasamning við Liverpool.

„Ég er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og það þýðir að ég verði áfram hér. Ég ætla ekki að fara frá Liverpool til annars félags," sagði Skrtel við enska fjölmiðla.

„Mér líður vel hjá Liverpool og þið getið gleymt því að ég muni fara til Anzhi."

Liverpool og Anzhi eru saman í riðli í Evrópudeild UEFA og mætast á fimmtudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×