Enski boltinn

Mata og Ferguson bestir í október

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juan Mata fagnar í leik með Chelsea.
Juan Mata fagnar í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Juan Mata, leikmaður Chelsea, og Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hafa verið útnefndir menn októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

United vann alla fjóra deildarleiki sína í október og kom sér á topp deildarinnar með 2-1 sigri á Arsenal um síðustu helgi. United lagði Chelsea, 3-2, helgina á undan.

Þrátt fyrir að Chelsea hafi fengið bara eitt stig af sex mögulegum í síðustu tveimur leikjum hefur Mata leikið á als oddi. Hann skoraði þrjú mörg og lagði upp þrjú til viðbótar í leikjum Chelsea í síðasta mánuði.

Chelsea er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins einu stigi á eftir toppliði United en tíu umferðum er nú lokið í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×