Enski boltinn

Balotelli fer ekki í feðraorlof

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Mario Balotelli hafi farið fram á tveggja vikna feðraorlof um jólin. Því neitar félag hans, Manchester City.

Kærasta Balotelli, fyrirsætan Raffaella Fico, á von á barni á jóladag og var staðhæft að Balotelli vildi fá frí til að geta verið á Ítalíu um hátíðarnar.

The Guardian segir að fulltrúar City hafi staðhæft að engin slík ósk hafi borist félaginu frá leikmanninum eða fulltrúum hans.

Balotelli hefur skorað tvö mörk í alls átta leikjum með Manchester City á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×