Enski boltinn

Aldridge óttast að Suarez fari frá Liverpool í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Aldridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur áhyggjur af því að þetta verði síðasta tímabil Úrúgvæmannsins Luis Suarez með Liverpool.

„Honum hlýtur að líða eins og allur heimurinn sé á móti honum og ég held að hann gæti verið búinn að fá nóg af enska boltanum næsta sumar," sagði John Aldridge við Liverpool Echo.

Luis Suarez hefur skorað 6 mörk í fyrstu 9 leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði 11 mörk í 31 leik í fyrra.

„Miðað við hvað fjölmiðlarnir túlka allt sem hann gerir á versta veg, þær svívirðingar sem hann þarf að þola frá stuðningsmönnum andstæðinganna og þá meðferð sem hann fær frá dómurunum þá hlýtur þetta að vera algjör martröð fyrir hann," sagði John Aldridge.

„Stuðningsmenn Liverpool elska hann en allir aðrir virðast hata hann. Það er takmark fyrir því hvað leikmaður þolir og ég óttast að hann verði flæmdur burt frá Anfield," sagði Aldridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×