Enski boltinn

Liverpool steinlá fyrir Swansea á Anfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nathan Dyer fagnar marki sínu í kvöld.
Nathan Dyer fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool mun ekki verja titil sinn í ensku deildabikarkeppninni en liðið tapaði í kvöld fyrir Swansea, 3-1, í 16-liða úrslitum keppninnar.

Jafnræði var með liðunum framan af en Swansea fékk hornspyrnu á 34. mínútu sem gaf af sér mark. Jonathan de Guzman gaf á Chico Flores sem skoraði með skalla.

Swansea komst svo í 2-0 forystu eftir skyndisókn á 72. mínútu. Nathan Dyer skoraði og útlitið orðið dökkt fyrir heimamenn.

Luis Suarez minnkaði muninn fyrir Liverpool fjórum mínútum síðar en De Guzman innsiglaði sigur Swansea með marki á lokamínútum leiksins.

Brendan Rodgers tók við Liverpool í sumar eftir að hafa náð góðum árangri með Swansea á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×