Enski boltinn

Leeds mætir Chelsea í deildabikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dregið var í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Chelsea og Arsenal fengu bæði útileiki.

Gamla stórveldið Leeds fékk heimaleik gegn Evrópumeisturum Chelsea og þá mun D-deildarliðið Bradford, sem sló út Wigan í gær, fá Arsenal í heimsókn.

Swansea mætir Middlesbrough og Norwich tekur á móti Aston Villa. Leikirnir fara fram í byrjun desember:

Fjórðungsúrslitin:

Leeds - Chelsea

Swansea - Middlesbrough

Norwich - Aston Villa

Bradford - Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×