Íslenski boltinn

Óskar verður áfram í Grindavík

Einn eftirsóttasti markvörður landsins, Óskar Pétursson, ætlar ekki að söðla um heldur taka slaginn með Grindavík í 1. deildinni í sumar.

Þetta staðfestir Óskar við Víkurfréttir í dag en hann hafði verið orðaður við nokkur félög í Pepsi-deildinni.

„Það er nánast frágengið að ég verði áfram í Grindavík. Ég tel þetta ekki rétta tímann til að stökkva frá borði," segir Óskar við Víkurfréttir.

„Ef ég fer einhvern tímann frá Grindavík þá verður það ekki í þessari stöðu. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og mér lýst vel á þær hugmyndir sem hafa verið lagðar fram með næsta tímabil."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×