Enski boltinn

Leikmaður Manchester United sviptur ökuréttindum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ryan Tunnicliffe, nítján ára leikmaður Manchester United, var í dag sviptur ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum áfengis fyrr í þessum mánuði.

Tunnicliffe þurfti einnig að greiða tæpar 200 þúsund krónur í sektir og málskostnað en hann á þá möguleika að fá ökuskírteinið sitt aftur eftir fjóra mánuði ef hann sækir námskeið um afleiðingar ölvunaraksturs.

Tunnicliffe ók Range Rover-bifreið sinni á kyrrstæða bifreið sem skelltist utan í steinvegg. Enginn var í hinum bílnum en farþegi í bifreið Tunnicliffe hlaut minniháttar meiðsli.

Atvikið átti sér um miðjan dag laugardaginn 13. október síðastliðinn. Hann hafði verið að drekka kvöldið áður og taldi að það hefði runnið nægilega mikið af honum svo hann gæti keyrt.

Tunnicliffe hringdi sjálfur í lögregluna og taldi dómarinn honum það til málsbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×