Enski boltinn

Arsenal slapp með skrekkinn | Úrslit dagsins

Arsenal komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með tæpum 1-0 sigri á QPR. Mikið fjör var í leik Reading og Fulham þar sem skoruð voru tvö mörk undir lokin.

Leikur Arsenal og QPR var stjarnfræðilega leiðinlegur. Best að segja það bara eins og það er. Stemningin í stúkunni var eftir því.

Smá líf færðist í leikinn undir lokin. Þá fór Arsenal aðeins að pressa. Cazorla fékk algert dauðafæri en skaut yfir.

Tíu mínútum fyrir leikslok var Stephane M'Bia rekinn af velli fyrir að sparka í Thomas Vermaelen. Það heimskulegasta sem hefur sést í deildinni í nokkurn tíma.

Pressan skilaði sér sex mínútum fyrir leikslok er Arteta kom boltanum yfir línuna eftir mikinn barning í leiknum. Hann var þó líklega rangstæður. QPR fékk fín færi undir lokin en Arsenal slapp með skrekkinn.

Úrslit:

Arsenal-QPR 1-0

1-0 Mikel Arteta (84.)

Reading-Fulham 3-3

1-0 Mikele Leigertwood (26.), 1-1 Bryan Ruiz (60.), 1-2 Chris Baird (76.), 2-2 Garath McCleary (85.), 2-3 Dimitar Berbatov (88.), 3-3 Hal Robson-Kanu (90.).

Stoke-Sunderland 0-0

Wigan-West Ham 2-1

1-0 Ivan Ramis (8.), 2-0 James McArthur (46.), 2-1 James Tomkins (90.+3).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×