Enski boltinn

Jafntefli á Villa Park

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Tíu leikmenn Aston Villa héldu út og náðu jafntefli á heimavelli gegn Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1.

Það var Christian Benteke sem kom Villa yfir en það var eina mark fyrri hálfleiks. Markið skot af stuttu færi í teignum eftir að vörn Norwich hafði verið út á þekju.

Villa varð fyrir áfalli snemma í síðari hálfleik þegr Joseph Bennett var rekinn af velli. Það náði Norwich að nýta sér þegar Michael Turner jafnaði leikinn ellefu mínútum fyrir leikslok. Það gerði hann með glæsilegum skalla í teignum.

Norwich er sem fyrr í 15. sæti deildarinnar en stigið flutti Aston Villa upp í 16. sætið.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×