Enski boltinn

Wilshere: Unaðslegt að vera kominn aftur á völlinn

Wilshere sýndi lipra spretti í dag.
Wilshere sýndi lipra spretti í dag.
Jack Wilshere, miðumaður Arsenal, lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í dag í 14 mánuði. Hann stóð sig vel og var að vonum ánægður eftir leikinn.

"Það er unaðslegt að vera kominn til baka. Orð geta ekki lýst því hvað ég er glaður. Ég hljóp brosandi um allan völlinn. Mér leið svo vel," sagði brosmildur Wilshere eftir leikinn.

"Síðast þegar ég spilaði þá voru Fabregas og Nasri með mér í liðinu. Nú var ég með Arteta og Cazorla. Þetta er nýtt lið og ég er nýr leikmaður.

Arsenal vann leikinn, 1-0.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×