Enski boltinn

Wenger: Wilshere verður betri en áður

Það styttist í að ungstirnið Jack Wilshere geti byrjað að spila með Arsenal á nýjan leik. Stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur fulla trú á því að hann nái fyrri styrk og rúmlega það.

Þó svo meiðsli Wilshere hafi verið alvarleg og hann hafi ekki spilað í rúmt ár segir Wenger að leikmaðurinn sé nógu ungur til þess að ná fullum bata.

"Við gætum þurft að róa hann niður. Hann fer í öll návígi og óttast ekki neitt. Það er samt klárt að hann mun ná öllum bata. Maður á þessum aldri á að geta það," sagði Wenger.

Wenger segir að Wilhsere verði fjótur að aðlagast leik liðsins og venjast nýju mönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×