Enski boltinn

McFadden semur við Sunderland

McFadden í leik með Everton.
McFadden í leik með Everton.
Fyrrum landsliðsmaður Skota, James McFadden, er búinn að skrifa undir þriggja mánaða samning við enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland.

Þessi 29 ára framherji hefur verið án félags síðan samningur hans við Everton rann út. Martin O'Neill, stjóri Sunderland, vonast til þess að koma gamla landsliðsmanninum aftur í gang.

"Við verðum að sjá hvernig hann nýtir þetta tækifæri en vonandi getum við nýtt hann. Þessi þriggja mánaða samningur hentar báðum aðilum vel," sagði stjórinn.

McFadden lék síðast með landsliðinu árið 2010. Hann spilaði aðeins átta leiki fyrir Everton en þetta var í annað sinn sem hann kom til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×