Enski boltinn

Man. Utd vill græða meira | Keyptu upp DHL-samninginn

Forráðamenn Man. Utd hafa ákveðið að kaupa upp auglýsingaréttinn á æfingabúningum sínum sem þeir seldu til DHL árið 2010. Sá samningur var til fjögurra ára og sagður vera 40 milljón punda virði.

Glazer-fjölskyldan telur að hægt sé að fá meiri pening fyrir slíkan samning og hefur því keypt upp samninginn við DHL.

Man. Utd er búið að gera samning við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um auglýsingar á aðalbúningi félagsins. Sá samningur er metinn á 559 milljónir punda en ekkert félag í heiminum hefur gert eins stóran samning.

Sá samningur tekur gildi árið 2014 en þá rennur samningur Man. Utd við AON út.

DHL fær að auglýsa á upphitunarbúningum United út þessa leiktíð en síðan kemur nýr styrktaraðili á gallana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×