Enski boltinn

Moyes hefur áhyggjur af því að Suarez muni dýfa sér

Luis Suarez, framherji Liverpool, verður undir smásjánni í leik Liverpool og Everton á morgun. Hann fiskaði Jack Rodwell af velli í leik liðanna á síðustu leiktíð með leikaraskap.

David Moyes, stjóri Everton, hefur ekki gleymt því og er í raun enn brjálaður út af því atviki.

"Ég hef áhyggjur af Suarez í þessum leik þvi saga hans gegn okkur er ekki góð. Í fyrra var það dýfa og dómarinn féll í gildruna. Það eyðilagði leikinn eftir aðeins fimmtán mínútur," sagði Moyes.

"Áhorfendur munu missa áhugann á íþróttinni ef menn halda áfram að svindla svona. Stuðningsmenn kunna ekki að meta dýfara. Menn eiga að standa í fæturnar."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.