Enski boltinn

Aron skoraði aftur og Cardiff á toppinn

Aron Einar.
Aron Einar.
Íslendingaliðið Cardiff City vann stórsigur í dag, 4-0, á meðan Wolves varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Charlton. Cardiff er þar með komið á topp deildarinnar.

Heiðar Helgison var í liði Cardiff City en Aron Einar Gunnarsson var á bekknum. Heiðar var tekinn af velli á 63. mínútu en Aron fékk að spila síðustu tólf mínútur leiksins. Annan leikinn í röð kemur Aron af bekknum og skorar.

Björn Bergmann Sigurðarson spilaði seinni hálfleikinn með Wolves en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves líkt og venjulega.

Wolves er í sjöunda sæti ensku B-deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×