Torres: Mér var sama um gengi Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2012 09:21 Nordic Photos / Getty Images Fernando Torres, leikmaður Chelsea, segir að sér hafi liðið svo illa á síðasta keppnistímabili að honum hafi staðið á sama um hvort að lið hans ynni eða tapaði leikjum. „Þegar tímabilið var um það bil hálfnað hætti ég að trúa á þau gildi sem ég ólst upp við," sagði Torres í samtali við fjölmiðla á Spáni. „Í mínu liði voru leikmenn sem var alveg sama um gengi liðsins vegna þess að þeir voru ekki að spila. Ég vildi aldrei verða slíkur leikmaður en einn daginn áttaði ég mig á því að þetta ætti líka við um mig." „En ég lærði að taka sjálfan mig til skoðunar og gerði mér grein fyrir því að sá eini sem gæti breyst væri ég sjálfur." Torres segir að hann hafi breyst sem leikmaður þegar hann spilaði undir stjórn Andre Villas-Boas. „Ég breyttist vegna þess að ég fór að spila fyrir liðið, þrátt fyrir að það hafi bitnað á mér persónulega. Ég hljóp fyrir aftan varnarmenn, inn í svæði og bauð mig fram. Stundum liðu 70 mínútur án þess að ég snerti boltann." „Þetta var mjög ólíkt þeim leikstíl sem ég spilaði þegar ég var undir Rafa Benitez hjá Liverpool. Ég var óhamingjusamur og það sást." „Þegar við skiptum um þjálfara hjá Chelsea og Roberto Di Matteo tók við varð leikstíllinn aðeins líkari þeim hjá Benitez. Við þá breytingu gerði ég mér grein fyrir því að ég var orðinn betri leikmaður enda get ég gert hluti sem ég gat ekki áður." Torres segist ekki sjá eftir því að hafa farið til Englands á sínum tíma og að Liverpool hafi hentað honum best þá. „Ég stend Liverpool í þakkarskuld. Liverpool verður ávallt stór hluti af mínu lífi," sagði hann en félagaskipti hans til Chelsea á sínum tíma voru afar umdeild. „Ég ákvað að fara til að taka næsta skref á mínum ferli. Aðstæður voru ekki þær bestar og voru upplýsingarnar matreiddar til fólksins. Einn daginn kemur sannleikurinn í ljós." Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Fernando Torres, leikmaður Chelsea, segir að sér hafi liðið svo illa á síðasta keppnistímabili að honum hafi staðið á sama um hvort að lið hans ynni eða tapaði leikjum. „Þegar tímabilið var um það bil hálfnað hætti ég að trúa á þau gildi sem ég ólst upp við," sagði Torres í samtali við fjölmiðla á Spáni. „Í mínu liði voru leikmenn sem var alveg sama um gengi liðsins vegna þess að þeir voru ekki að spila. Ég vildi aldrei verða slíkur leikmaður en einn daginn áttaði ég mig á því að þetta ætti líka við um mig." „En ég lærði að taka sjálfan mig til skoðunar og gerði mér grein fyrir því að sá eini sem gæti breyst væri ég sjálfur." Torres segir að hann hafi breyst sem leikmaður þegar hann spilaði undir stjórn Andre Villas-Boas. „Ég breyttist vegna þess að ég fór að spila fyrir liðið, þrátt fyrir að það hafi bitnað á mér persónulega. Ég hljóp fyrir aftan varnarmenn, inn í svæði og bauð mig fram. Stundum liðu 70 mínútur án þess að ég snerti boltann." „Þetta var mjög ólíkt þeim leikstíl sem ég spilaði þegar ég var undir Rafa Benitez hjá Liverpool. Ég var óhamingjusamur og það sást." „Þegar við skiptum um þjálfara hjá Chelsea og Roberto Di Matteo tók við varð leikstíllinn aðeins líkari þeim hjá Benitez. Við þá breytingu gerði ég mér grein fyrir því að ég var orðinn betri leikmaður enda get ég gert hluti sem ég gat ekki áður." Torres segist ekki sjá eftir því að hafa farið til Englands á sínum tíma og að Liverpool hafi hentað honum best þá. „Ég stend Liverpool í þakkarskuld. Liverpool verður ávallt stór hluti af mínu lífi," sagði hann en félagaskipti hans til Chelsea á sínum tíma voru afar umdeild. „Ég ákvað að fara til að taka næsta skref á mínum ferli. Aðstæður voru ekki þær bestar og voru upplýsingarnar matreiddar til fólksins. Einn daginn kemur sannleikurinn í ljós."
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira