Enski boltinn

Parker mögulega frá fram að jólum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Parker, leikmaður Tottenham, verður mögulega frá keppni fram að jólum að sögn knattspyrnustjórans Andre-Villas Boas.

Parker hefur ekki spilað með liðinu á þessu tímabili en hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í hásin í byrjun ágústmánaðar.

Í fyrstu var búist við því að Parker myndi byrja aftur að æfa í september en það hefur ekki gengið eftir.

„Þetta er erfitt fyrir hann vegna þess að hann finnur enn fyrir sársauka," sagði Parker. „Batinn hefur ekki gengið sem skyldi. Hann þarf nokkrar vikur til viðbótar og er mögulegt að hann verði frá fram að jólum. Vonandi kemst hann þó fyrr af stað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×