Enski boltinn

Ferguson ósammála Roberts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Rio Ferdinand muni taka þátt í átaki ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttafordómum um helgina - eins og aðrir leikmenn félagsins.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að þeir Ferdinand-bræður, Rio og Anton, myndu fara að fordæmi Jason Roberts, framherja Reading, sem ætlar að sniðganga átakið. Roberts segir að John Terry hafi fengið of væga refsingu fyrir að beita Anton Ferdinand kynþáttaníði.

„Mér finnst að allir eigi að vera samstilltir í þessu átaki. Ég veit ekki hvað hann vilji sanna með þessu," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Hann ætti í raun að styðja alla hina leikmennina sem ætla að taka þátt í þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×