Enski boltinn

Mancini: Stutt í Silva

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Silva, leikmaður Manchester City.
David Silva, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að David Silva muni missa af næstu tveimur leikjum liðsins en að hann sé vongóður að hann geti spilað með liðinu á ný innan skamms.

Silva meiddist í leik með spænska landsliðinu gegn Frökkum á þriðjudaginn og var í fyrstu óttast að hann yrði frá í langan tíma.

City mætir West Brom á morgun og svo Ajax í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. „Hann verður ekki með á morgun og ekki heldur í Meistaradeildinni. En við vonumst til þess að hann verði með gegn Swansea um næstu helgi."

Mancini hefur ekki áhyggjur af þeim leikmönnum sínum sem léku með enska landsliðinu á miðvikudaginn en leiknum var seinkað um einn dag vegna veðurs.

„Þeir eru þreyttir en ég hef ekki áhyggjur af því. Þeir fá nú einn dag í viðbót til að jafna sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×