Enski boltinn

Demba Ba tryggði Sunderland jafntefli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Yohan Cabaye fagnar marki sínu á Ljósvangi í dag.
Yohan Cabaye fagnar marki sínu á Ljósvangi í dag. Nordic Photos / Getty Images
Sunderland og Newcastle skildu jöfn 1-1 í slagnum um Norður-England í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Demba Ba, framherji Newcastle, tryggði Sunderland eitt stig með sjálfsmarki skömmu fyrir leikslok.

Gestirnir frá Newcastle komust yfir strax á þriðju mínútu. Mignolet varði þá skot Demba Ba út í teiginn þar sem Yohan Cabaye var staðsettur. Hnitmiðað skot Frakkans hafnaði neðst í markhorninu.

Á 25. mínútu gerðist umdeild atvik. Cheik Tioté var vikið af velli með rautt spjald fyrir að setja takkana í sköflung Steven Fletcher. Tæklingin var ekki hörð en um klárt viljaverk að ræða svo Martin Atkinson lyfti rauða spjaldinu.

Gestunum frá Newcastle tókst að halda forystu sinni þar til fimm mínútur voru til leiksloka. John O'Shea stökk þá manna hæst í baráttu um boltann í teig Newcastle eftir aukaspyrnu. Skalli Írans stefndi framhjá en Demba Ba varð fyrir því óláni að stýra boltanum í netið.

Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Newcastle skaust upp fyrir Liverpool í 11. sæti deildarinnar en Sunderland situr áfram í 14. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×