Enski boltinn

Dramatískt jafntefli hjá Southampton og Fulham

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND: NORDIC PHOTOS / GETTY
Southampton og Fulham gerðu dramatískt 2-2 jafntefli St. Mary´s leikvanginum í Southampton í dag. Fulham virtist ætla að sigra leikinn þegar liðið komst yfir á 88. mínútu en nýliðar Southampton jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar og tryggðu sér verðskuldað stig.

Southampton komst yfir strax á 4. mínútu þegar Jose Fonte skallaði boltann laglega í netið eftir hornspyrnu. Southampton fékk góð færi til að bæta við mörkum fyrir hálfleik án þess að ná að skora.

Fulham sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og jafnaði metin á 69. mínútu þegar varamaðurinn Jos Hoolveld sendi boltann í eigið mark.

Það vantaði ekki dramatíkina í lokin. Varamaðurinn Kieran Richardson virtist vera að tryggja Fulham sigurinn með marki tveimur mínútum fyrir leikslok en Jose Fonte skoraði annað mark sitt þegar 90 mínútur voru liðnar af leiknum og Southampton þar með komið úr fallsæti í fyrsta sinn á tímabilinu en liðið er með fjögur stig í 17. sæti.

Fulham er í 9. sæti með 10 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×