Enski boltinn

Gylfi spilaði í átta mínútur í sigri Spurs

Lloris var kátur með að fá tækifæri í dag.
Lloris var kátur með að fá tækifæri í dag.
Tottenham komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann fínan heimasigur, 2-0, á Aston Villa.

Það tók sinn tíma fyrir Spurs að brjóta niður vörn Villa en Steven Caulker kom þeim yfir þegar hálftími lifði leiks. Aðeins átta mínútum síðar bætti Aaron Lennon við öðru marki og afgreiddi leikinn fyrir Spurs.

Franski landsliðsmarkvörðurinn, Hugo Lloris, lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Spurs í dag en Brad Friedel var óvænt settur á bekkinn fyrir Lloris sem hefur kvartað sáran yfir bekkjarsetunni.

Gylfi Þór Sigurðsson var enn á bekknum hjá Tottenham en fékk að spila síðustu átta mínútur leiksins.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×