Enski boltinn

Terry má spila með Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segir að John Terry sé enn löglegur með liði Chelsea þó svo búið sé að dæma leikmanninn í fjögurra leikja bann.

Terry getur áfrýjað til 18. október og meðan málið er ekki alveg frágengið má Terry spila með Chelsea.

"Það verður að bíða eftir því að málið sé útkljáð. Eins og staðan er núna er hann fyrirliðinn okkar og löglegur til að spila," sagði Di Matteo.

"Ég dæmi hann á því hvernig hann spilar og æfir. Hann hefur verið frábær. Ég mun því velja hann áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×