Enski boltinn

Chelsea og enska sambandið ætla að refsa Cole

Ashley Cole, leikmaður Chelsea, brást ekki vel við þegar enska knattspyrnusambandið birti rökstuðning sinn fyrir fjögurra leikja banninu á John Terry.

Þar sakaði enska sambandið Cole um að hagræða sannleikanum í yfirlýsingu sinni. Cole brást við á Twitter með því að kalla starfsmenn knattspyrnusambandsins hóp af fávitum.

Sambandið og Chelsea mun refsa Cole fyrir þessi orð á Twitter.

"Við höfum reglur varðandi notkun félagsmiðla hjá félaginu og Cole verður því refsað en þar við situr," sagði Roberto di Matteo, stjóri Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×