Erlent

Aðgerðasinninn Lady Gaga

Lady Gaga
Lady Gaga mynd/AFP
Nú styttist í að poppstjarnan Lady Gaga sæki Ísland heim en hún mun taka við viðurkenningu úr LennonOno friðarsjóðnum í Hörpu á þriðjudaginn. Lady Gaga, sem réttu nafni heitir Stefani Joanne Angelina Germanotta, hlýtur viðurkenninguna fyrir mannúðarstörf sín.

Lady Gaga er vafalaust þekktust fyrir framlag til poppmenningarinnar. Ekki hefur jafn mikið farið fyrir góðgerðarstarfi hennar enda eru búningar hennar og sviðsframkoma oftar en ekki á milli tannanna á fólki.

Lady Gagamynd/AFP
Staðreyndin er sú Lady Gaga hefur unnið ötult starf í þágu mannúðar frá því að hún skaust upp á stjörnuhimininn með fyrstu plötu sinni, The Fame, árið 2008.

„Lady Gaga er ein skærsta stjarna okkar samtíma," segir í yfirlýsingu Yoko Ono. „En hún er ekki aðeins listamaður. Hún er einnig aðgerðarsinni.

 

 

 

Söngkonan gaf mikið fé til fórnarlamba jarðskjálftans á Haíti árið 2010 en hún gerði slíkt hið sama ári seinna þegar öflugur skjálfti reið yfir strendur Japan.

Þá hefur hún barist gegn útbreiðslu eyðni og alnæmi en hún hefur lagt áherslu á að fræða ungur konur um áhættur sjúkdómanna. Hún tók síðan höndum saman við söngkonuna Cindy Lauper og snyrtivörufyrirtækið MAC. Í sameiningu þróuðu þó nýjan varalit, Viva Glam, en ágóðinn af sölu hans rann allur til forvarnastarfs.

En það er barátta Lady Gaga gegn einelti sem hefur vakið hvað mesta athygli. Fyrr á þessu ári stofnaði hún samtökin Born This Way Foundation (BTWF). Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og er ætlað efla og hvetja ungt fólk sem er félagslega einangrað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×