Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 11:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Daníel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira