Enski boltinn

Suarez: Hef ekki áhyggjur af öðrum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur verið oft nefndur í tengslum við umræðu um leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni.

Nú síðast ásakaði Tony Pulis, stjóri Stoke, kappann um að hafa látið sig falla í leik liðanna um helgina.

„Allir ættu að hugsa um sín eigin lið," sagði hann við fjölmiðla í heimalandinu. „Þeir sem vilja tjá sig mega það - en ég hef ekki áhyggjur af því sem þeir hafa að segja."

„Þeir mega halda áfram að tala en á meðan ætla ég að spila fótbolta og sinna mínu liði. Ekkert annað skiptir máli."

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur ítrekað talað máli Suarez í þessum efnum. „Stuðningur þjálfarans er mér mikilvægur," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×