Enski boltinn

Aron Einar og Björn Bergmann skoruðu báðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cardiff tókst ekki að að að landa þremur stigum á móti Crystal Palace í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Cardiff átti með sigri möguleika að komast upp að hlið Brighton & Hove Albion á toppi ensku b-deildarinnar en tapaði leiknum 2-3. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves.

Aron Einar Gunnarsson kom Cardiff-liðinu í 1-0 í leiknum á 13. mínútu og Don Cowie bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar. Glenn Murray skoraði þrennu fyrir Crystal Palace í seinni háflleik og tryggði sínu liði 3-2 sigur.

Björn Bergmann Sigurðarson var á bekknum hjá Wolves þegar liðið vann 2-0 útisigur á Peterborough. Björn Bergmann kom inn á 67. mínútu og skoraði seinna mark liðsins fimmtán mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×