Enski boltinn

Mancini: Körfubolti en ekki fótbolti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn City gefa merki að um hendi hafi verið að ræða en Crouch sendir boltann í netið.
Leikmenn City gefa merki að um hendi hafi verið að ræða en Crouch sendir boltann í netið. Nordicphotos/Getty
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var allt annað en ánægður með mark Peter Crouch í 1-1 jafnteflinu gegn Stoke í dag.

Crouch virtist fá boltann í höndina þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins snemma leiks og Ítalanum var ekki skemmt.

„Þetta var körfubolti, ekki fótbolti. Ég sá atvikið ekki þegar það gerðist. Eftir að hafa séð endursýninguna er þetta með ólíkindum," sagði Mancini.

Tony Pulis, stjóri Stoke, var öllu ánægðari en kollegi hans með atvikið umrædda.

„Ég hef ekki séð atvikið í endursýningu en ef Peter fékk boltann í höndina er ég hæstánægður að eitthvað hafi fallið með okkur í leik gegn stóru liðunum. Venjulega falla vafaatriðin með stóru liðunum gegn okkur," sagði Pulis.


Tengdar fréttir

City tapaði stigum gegn Stoke

Liðsmenn Manchester City urðu að sætta sig við eitt stig í heimasókn liðsins til Stoke í dag. Javier Garcia opnaði markareikning sinn fyrir City í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×