Dómurinn kveðinn upp á morgun KHN skrifar 23. ágúst 2012 23:28 Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira