Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - FH 0-1 | Guðmann hetja FH Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 22. júlí 2012 00:01 FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira