Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - FH 0-1 | Guðmann hetja FH Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 22. júlí 2012 00:01 FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira