Erlent

Leikkona úr Desperate Housewives látin

Kathryn Joosten.
Kathryn Joosten.
Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey.

Joosten greindist fyrst með krabbamein fyrir ellefu árum síðan. Á meðan hún barðist við veikindin hefur hún hlotið tvenn Emmy verðlaun, bæði fyrir leik sinn í þáttunum fyrrnefndu.

Þá lék hún einnig í gæðaþáttunum Vesturálmunni, eða West Wing, sem voru sýndir í Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Joosten hóf feril sinn sem leikkona þegar hún var 42 ára gömul. Áður starfaði hún sem hjúkrunarkona á geðsjúkrahúsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×