Rooney með tvö í sigri United á Liverpool 11. febrúar 2012 09:55 Patrice Evra og Luis Suarez í baráttunni. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira
Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira