Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims.
Flugvélin kallast Stratolaunch. Hún er hönnuð til þess að flytja geimhylki og farm hátt upp í andrúmsloft jarðar. Þegar vélin nær nægilegri hæð sleppir hún hylkjunum en þau halda áfram út í geim.
Stratolaunch verður knúin af sex þotuhreyflum og kemur til með að þurfa tæplega fjögurra kílómetra langa flugbraut fyrir flugtak og lendingu.
Fyrirtæki Allens, Stratolaunch System, mun hefja tilraunaflug á næstu árum. Hann vonast til þess að Stratolaunch muni á endanum flytja farþega á sporbraut um jörðu.
Allen, sem er einn af stofnendum Microsoft, sér mikið tækifæri í geimferðum eftir að Geimferðastofnun Bandaríkjanna lauk geimferðaáætlun sinni.
Allen var staddur á Íslandi í ágúst árið 2010. Hann kom á risasnekkjunni Octopus til landsins og vakti heimsóknin talsverða athygli.
Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.