Liverpool hafði betur gegn City í Manchester Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2012 19:32 Nordic Photos / Getty Images Liverpool er í sterkri stöðu eftir 1-0 sigur á Manchester City á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Þeir rauðklæddu skoruðu strax á þrettándu mínútu þegar að fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu sem Daniel Agger krækti í. City-menn voru mikið með boltann eftir þetta, sér í lagi í seinni hálfleik, og uppskáru nokkur færi. En án árangurs og fögnuðu leikmenn Liverpool vel í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem City skoraði ekki á heimavelli sínum en liðið saknar greinilega þeirra Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva sem gátu ekki spilað í kvöld. Leiknum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.)21.40 Leiknum er lokið með 1-0 sigri Liverpool. Síðari leikurinn fer fram á Anfield eftir tvær vikur.21.37 Hætta í uppbótartíma. Samir Nasri á fyrirgjöf inn í teig og Agüero skallar að marki en yfir.21.32 Afar lítið um færi síðustu mínúturnar. City hefur verið meira með boltann en Liverpool hefur varist vel og séð til þess að sóknarleikur City hefur ekki borið árangur - enn sem komið er. Fimm mínútur eftir.21.05 City fékk horn og barst boltinn á hinn fílsterka Micah Richards sem skallaði að marki af stuttu færi. En beint á Reina sem varði vel.21.03 Martin Kelly gerði skelfileg mistök í vörn Liverpool. Ætlaði að senda á Reina í markinu en Agüero komst í sendinguna og náði boltanum. Tókst þó ekki að leika á Reina sem þvingaði hann í skot yfir markið.20.53 Síðari hálfleikur er hafinn.20.36 Fyrri hálfleik lokið og greinilegt að City saknar þeirra Vincent Kompany og David Silva. Liverpool byrjaði leikinn af krafti og nýtur þess að vera í forystu á þessum sterka útivelli.20.25 Roberto Mancini ákveður að gera breytingar á sínu liði. Hann ákveður að setja Samir Nasri inn á á kostnað Mario Balotelli, sem er ekki sáttur þegar hann gengur af velli.20.10 Jay Spearing þarf að fara af velli vegna meiðsla og kemur Charlie Adam inn í hans stað.20.00 0-1 Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði af öryggi.19.58 Liverpool fékk aðra hornspyrnu. Nú barst boltinn á Agger sem reyndi að komast fram hjá Savic. Svartfellingurinn braut hins vegar á honum og vítaspyrna dæmd.19.57 Gerrard tók hornspyrnu. Boltinn barst út á Downing sem tók viðstöðulaust skot sem Hart varði með naumindum.19.51 Andy Carroll fékk fyrsta færi leiksins. Náði að halda Savic í skefjum og skjóta að marki en Joe Hart var vel á verði.19.45 Leikurinn er hafinn.19.30 Velkomin í lýsingu frá leik Manchester City og Liverpool í enska deildabikarnum. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan en Steven Gerrard, fyrirliði, er í byrjunarliði Liverpool sem og Andy Carroll og Craig Bellamy. Hjá City eru þeir Sergio Agüero og Mario Balotelli í fremstu víglínu.Man City: Hart; Richards, Lescott, Savic, Clichy; Milner, Johnson, Barry, De Jong; Agüero, Balotelli.Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Onuoha, Nasri, Hargreaves og Dzeko.Liverpool: Reina; Johnson, Agger, Kelly, Skrtel; Gerrard, Henderson, Downing, Spearing; Carroll, Bellamy.Varamenn: Doni, Jose Enrique, Coates, Carragher, Adam, Shelvey, Kuyt. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
Liverpool er í sterkri stöðu eftir 1-0 sigur á Manchester City á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Þeir rauðklæddu skoruðu strax á þrettándu mínútu þegar að fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði úr vítaspyrnu sem Daniel Agger krækti í. City-menn voru mikið með boltann eftir þetta, sér í lagi í seinni hálfleik, og uppskáru nokkur færi. En án árangurs og fögnuðu leikmenn Liverpool vel í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem City skoraði ekki á heimavelli sínum en liðið saknar greinilega þeirra Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva sem gátu ekki spilað í kvöld. Leiknum var lýst á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.Manchester City - Liverpool 0-1 0-1 Steven Gerrard, víti (13.)21.40 Leiknum er lokið með 1-0 sigri Liverpool. Síðari leikurinn fer fram á Anfield eftir tvær vikur.21.37 Hætta í uppbótartíma. Samir Nasri á fyrirgjöf inn í teig og Agüero skallar að marki en yfir.21.32 Afar lítið um færi síðustu mínúturnar. City hefur verið meira með boltann en Liverpool hefur varist vel og séð til þess að sóknarleikur City hefur ekki borið árangur - enn sem komið er. Fimm mínútur eftir.21.05 City fékk horn og barst boltinn á hinn fílsterka Micah Richards sem skallaði að marki af stuttu færi. En beint á Reina sem varði vel.21.03 Martin Kelly gerði skelfileg mistök í vörn Liverpool. Ætlaði að senda á Reina í markinu en Agüero komst í sendinguna og náði boltanum. Tókst þó ekki að leika á Reina sem þvingaði hann í skot yfir markið.20.53 Síðari hálfleikur er hafinn.20.36 Fyrri hálfleik lokið og greinilegt að City saknar þeirra Vincent Kompany og David Silva. Liverpool byrjaði leikinn af krafti og nýtur þess að vera í forystu á þessum sterka útivelli.20.25 Roberto Mancini ákveður að gera breytingar á sínu liði. Hann ákveður að setja Samir Nasri inn á á kostnað Mario Balotelli, sem er ekki sáttur þegar hann gengur af velli.20.10 Jay Spearing þarf að fara af velli vegna meiðsla og kemur Charlie Adam inn í hans stað.20.00 0-1 Steven Gerrard steig á punktinn og skoraði af öryggi.19.58 Liverpool fékk aðra hornspyrnu. Nú barst boltinn á Agger sem reyndi að komast fram hjá Savic. Svartfellingurinn braut hins vegar á honum og vítaspyrna dæmd.19.57 Gerrard tók hornspyrnu. Boltinn barst út á Downing sem tók viðstöðulaust skot sem Hart varði með naumindum.19.51 Andy Carroll fékk fyrsta færi leiksins. Náði að halda Savic í skefjum og skjóta að marki en Joe Hart var vel á verði.19.45 Leikurinn er hafinn.19.30 Velkomin í lýsingu frá leik Manchester City og Liverpool í enska deildabikarnum. Hér verður fylgst með því helsta sem gerist í leiknum. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan en Steven Gerrard, fyrirliði, er í byrjunarliði Liverpool sem og Andy Carroll og Craig Bellamy. Hjá City eru þeir Sergio Agüero og Mario Balotelli í fremstu víglínu.Man City: Hart; Richards, Lescott, Savic, Clichy; Milner, Johnson, Barry, De Jong; Agüero, Balotelli.Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Onuoha, Nasri, Hargreaves og Dzeko.Liverpool: Reina; Johnson, Agger, Kelly, Skrtel; Gerrard, Henderson, Downing, Spearing; Carroll, Bellamy.Varamenn: Doni, Jose Enrique, Coates, Carragher, Adam, Shelvey, Kuyt.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira