Þórsarar unnu 5-1 sigur á Leikni í viðureign liðanna í 1. deild karla í Breiðholti í dag.
Engin ferðaþreyta virðist hrjá Þórsara sem hafa verið á ferð og flugi undanfarnar vikur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.
Leikmen Leiknis þurfa hins vegar að fara að mæta til leiks ætli félagið ekki að endurnýja kynni sín af 2. deildinni.
Mörkin og helstu atvik úr leiknum má sjá hér.

