Gylfi Þór: Markmiðið að komast í Meistaradeildina á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2012 18:51 Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag. Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára. Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið. „Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel. „Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. „Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það." „Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi. Tengdar fréttir FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32 Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55 Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43 Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45 Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32 Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag. Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára. Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið. „Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel. „Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. „Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það." „Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi.
Tengdar fréttir FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32 Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55 Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43 Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45 Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32 Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32
Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55
Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43
Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45
Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32
Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13